Skip to content

Fljótsdalshérað

dot

sh-bg-13.jpg
Skíðasvæði Print E-mail

Skíðasvæðið í Stafdal á Fjarðarheiði

Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður hafa með sér samstarf  um rekstur skíðasvæðis í Stafdal sem liggur á milli Efri-stafs og Neðri-stafs í Fjarðarheiði, aðeins 10 mínútna akstur frá Seyðisfirði og 15 mínútna akstur frá Egilsstöðum.

Á skíðasvæðinu í Stafdal eru skíðalyftur og skíðabrekkur eru við allra hæfi, jafnt fyrir lengra komna sem styttra. Barnalyfta er einnig á svæðinu. Svæðið er flóðlýst að hluta.

Hægt er að kaupa léttar veitingar um helgar í skíðaskálanum. Auk  þess að vera eitt af betri svigskíða- og brettasvæðum á landinu eru möguleikarnir endalausir í Stafdal. Þar er einnig í boði frábært göngu- og vélsleðasvæði.

Nýr skíðaskáli var vígður við hátíðlega athöfn þann 15. mars 2008 og einnig var keyptur nýr troðari það sama ár. Árið 2010 var skíðalyfta Fljótsdalshéraðs flutt yfir í Stafdal. Kort af svæðinu má sjá hér.

Allar upplýsingar um aðstöðu, hvenær sé opið og vetrarkort og verð má sjá á stafdalur.is.

Símsvarinn í Stafdal er 878 1160.

Vetrardagskrá SKIS 2015

 
facebook
Banner

Íbúagátt Fljótsdalshéraðs

velkomin islenski

velkomin enski

velkomin polski